fimmtudagur, janúar 22, 2004

Ja hérna...

Detti nú allar dauðar lýs úr höfði mínu ! Mér til mikillar undrunar þá tók ég aftir (fyrir algjöra tilviljun) að uppfærslunar á síðunnu sem að ég og Gazzi höfðum brasað við einhverntíman fyrir áramót án þess að virka, höfðu litið dagsins ljós einhverntíman á síðastliðnum tveim mánuðum ! Að hugsa sér ? aldrei hefði ég vitað að hinir stafrænu andar internetsins hefðu lagt blessun sína yfir síðuna, sem ég hélt að yrði dauðadæmd !

Við þetta stórfenglega kraftaverk hef ég ákveðið að koma tvíefldur til leiks og byrja að skrá niður dagbókarfærslur inn á hugarheim tænitröllsins !

...lofi sé Bill Gates

Engin ummæli:

Skrifa ummæli