föstudagur, janúar 23, 2004

Til hamingju !

Nú er dagur karlmanna genginn í garð, bóndadagurinn. Það er skemmst frá því að segja að mér hafi tekist vel til þegar ég lagði til fyrir ríkisstjórn Íslands að halda uppá dag karlkyns þegna þjóðarinnar. Að vísu var eitthvað þras um nafnið á deginum, en ég stóð fast á mínu og hélt nafngiftinni. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég kenndur við Bónda, og taldi þá það eiga vel við að nefna daginn eftir mér. En nóg um sögu Íslands.

Eins og nefnt var í síðustu færslu þá gengu uppfærslur á síðunni í garð og ákvað ég að koma tvíefldur til leiks, og geri það einmitt með þessari færslu ! Að vísu á eftir að leggja fyrir nefnd hvernig innihald síðunnar muni endurspegla breytingarnar en til að byrja með þá mun formið vera frekar staðla, þar að segja, fréttir af mér sjálfum. Þannig að aðdáðendur síðunnar ættu ekki að örvænta enn sem komið er. Nóg um það.

Til hamingju allir karlmenn þjóðarinnar, það er björt framtíð fyrir okkur alla !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli