föstudagur, september 24, 2004

Heimsókn til Tannlæknis.

Í gær fór ég í heimsókn til Valdimars tannlæknis á Egilsstöðum. Það var svo sem ágætis heimsókn. Valdimar hældi mikið yfirvaraskegginu sem ég er kominn með og kvaðst gjarnan vilja rækta sitt eigið en hann hefur víst ekki heimild til þess, greyið maðurinn. Valdimar vann vinnuna sína vel og vandlega og ég gekk ánægður út frá honum.


Aftur á móti þá var ég ekki alveg jafn ánægður með klíník dömuna sem tók mig á tal eftir að ég var kominn út úr stofunni. Hún var ekkert skemmtileg, hældi yfirvaraskegginu mínu ekki neitt og rukkaði mig bara um 16.900 isk. Það var bara ekkert gaman. Dagurinn, sem var búinn að þróast vel og stefndi í að verða góður dagur, varð ömurlegur eftir það. Ég held að veskið mitt hafi aldrei verið jafn létt eins og það er nú.

Ég get ég að vísu sjálfum mér um kennt, eins og með flest allt annað.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli