sunnudagur, september 19, 2004

Helgarstuð !

Mikið ósköp er þetta búin að vera góð helgi. Sitja heima, læra og horfa á fótbolta. Ég held að lífið gerist vart betra en það. Þegar "lærdómsandinn" er ekki alveg yfir mér þá færi ég mig bara yfir í sófann og fylgist með 25 mönnun hlaupa um grænan völl í hinum stóra heimi, með knött sér að leiðarljósi. Ef það er ekki afþreying kónga þá veit ég ekki hvað.

Nú er víst andinn kominn yfir mig og þá er best að setjast niður og kíkja í skruddurnar og sjá hvaða skemmtun þær hafa upp á að bjóða.


Hér sést andinn með mér yfir skólabókum alheimsins.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli