fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Aðeins af veðrinu...

Nú hef ég ekki talað um veðrið í há herrans tíð, enda er ég búinn að vera í burtu frá þessu veðravíti í hálft ár eða svo.

En nú langar mig að tala aðeins um veðrið, og þá ekki á góðu nótunum !

Þetta er alveg ferlegt ! 6 gráðu hiti í lok ágúst og í gær sá ég að það var komin föl á fjöllinn hér í firðinum fagra ! Þetta er bara ekki eðlilegt ! Nú held ég að veðurstofu menn verði að fara að taka sig á og koma með betri spár, enda er þetta ekki hægt að koma hingað heim og láta taka svona á móti sér. En ég hefði nú skilið þetta ef það væri seint í september, enda hefur sá mánuður ekkert skemmtilegt upp á að bjóða !

Guði sé lof að ég er ekki einn um þessa skoðun, heldur finn ég mikinn stuðning hjá ömmum mínum tveim, sem sleppa aldrei úr tækifæri að ræða þessi hjartans mál !

Og hana nú !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli