miðvikudagur, október 05, 2005

Góð þjónusta !

Eftir áralanga dvöl í hinum ýmsum skólum landsins þá stendur mér loksins til boða að nýta mér þjónustu gangbrautarvarða. Þannig að nú, þegar ég er að fara í skólann, galvaskur, þá þarf mamma ekkert að hafa áhyggjur af mér í umferðinni á morgnana.

Þetta setur óneitanlega skemmtilegan svip á skólferðirnar á morgnana, því hvorki fleiri né færri en tveir hressir gangbrautarverðir bjóða mér góðan daginn með bros á vör sem leiðir af því að ég fer hjólandi sæll og glaður upp í skóla, dagurinn gæti bara ekki byrjað betur !

Mikið er ég feginn að borga útsvarið mitt til Akureyrarveldissins, þó lítið sé í augnablikinu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli