fimmtudagur, október 06, 2005

Takk fyrir mig !

Mig langar að nota tækifærið hér á þessum vefmiðli og þakka heremy.com kærlega fyrir gott samstarf í gegnum tíðina, en nú eru þeir hættir rekstri.

Fyrir þá sem ekki vita þá var heremy.com frítt net-myndaalbúm.

Nú þarf maður að fara að leita sér að öðru slíku. Á meðan verður síðan örlítið hrá, en dyggir lesendur láta það varla á sig fá.

En leitin hefst ekki alveg strax, því ég á eftir að ganga frá samningum við Íslenska Útvarpsfélagið um sýningarrétt á þáttaröðina um leitina að hinu rétta net-myndaalbúmi.

Svo er ég líka að fara í próf og fullt af verkefnum eru framundan, þannig að það er sennilega best að fara heim og leggja sig aðeins fyrir komandi átök.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli