þriðjudagur, október 25, 2005

Heilsuráð

Að borða hvítlauk er mjög hollt. Ef þú, lesandi góður, ert að verða eitthvað slappur, þá mæli ég eindregið með því að þú borðir einn hvítlauks klasa (eða bát, bút, eða hvað sem það nú kallast) svo þú verðir ekki veikur / veik. Hvítlaukur er nefninlega mjög gott varnameðal gegn allskyns kvillum !

Ég er eitthvað hálf slappur í dag, þannig að ég ætla að hjóla beint heim til ömmu og fá mér smá hvítlauk, nammi namm.

Láttu ekki þitt eftir liggja, fáðu þér hvítlauk strax í dag !

Ekki má svo gleyma að hvítlaukur ver mann svo ágætlega gagnvart blóðsugubitum. Ekki amalegt það Elli.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli