mánudagur, október 24, 2005

Suðurferð

Ég fór suður um helgina, sem var svo sem fínt, nema hvað að það var eitt sem setti svartan blett á þessa ferð.

Ég hitt einhvern algjöran hálfvita, sem vissi ekki neitt ! Hann var að rugla eitthvað um landsbyggðina og sagði að "mér finnst ekki sanngjarnt að við hérna fyrir sunnan séum að halda upp einhverjum litlum bæjarfélögum"

Í fyrstu þá gapti ég, en það var ekki fyrr en hann sagði líka að "Ég er samt algjör sjálfstæðismaður, en það skiptir mig líka miklu máli að allir hafi jafnan rétt" Að ég sá að þetta var bara fífl.

En hverju er svo sem að búast af manni sem hefur ekki einu sinni komið til Akureyrar, því hann lét mig vita að það lengsta norður sem hann hafði farið var upp í Hrútafjörð.

Í stuttu máli, þá hlustaði ég á þennan asna í smá stund, rökræddi aðeins við hann og sagðist svo ekki nenna að tala við hann.

Það er samt ótrúlegt að það sé til svona fólk á Íslandi. Ja hérna hér !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli