föstudagur, nóvember 25, 2005

Hrikalega mikið geggjað partý stuð !

Það stefnir allt í að helgin verði ógleymanleg. Til að mynda þá er ég upp í skóla núna klukkan 18:07 á föstudagskvöldi að prenta út heimildir fyrir eina skemmtilegustu ritgerð sem hefur verið gerð á ensku á Íslandi. Restin af kvöldinu fer svo í stórskemmtilegar heimildarúrvinnslu, ég bara get ekki beðið.

Morgundagurinn fer svo í jólaljósabras í Brautarhóli, ég og minn nafntogaði bróðir, hann Brynjar, ætlum að skreyta húsið grænum, gulum, rauðum, bláum, og bleikum ljósum. Amma skrapp vestur um helgina þannig að við erum með lausann tauminn í þessum efnum.

Sunnudagurinn fer svo í rólega afslöppun, ritgerðasmíð og annað slíkt, enda eru þær tvær sem bíða eftir að koma úr kollinum á mér.

Nóg um það, best að fara að drífa sig svo ég missi nú ekki af helginni...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli