miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Lauklykt

Ég er búinn að komast að því afhverju eldra fólk lyktar eins og eldra fólk. Það gerir laukurinn !

Ef þú steikir mikið af lauk á pönnu þá fer að lykta heima hjá þér eins og hjá gamalmenni.

Það er greinilegt orsakasamband þarna á milli, enda er laukur mikið hafður í eldamennsku eldra fólks.

Annars þurfið þið ekki að hafa áhyggjur af því að ég finni þessa lykt, því ég er orðinn ónæmur fyrir henni.

Guð má vita afhverju ?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli