föstudagur, desember 09, 2005

Föstudagar

Ég er búinn að gleyma hvernig föstudagar eiga að virka, það eina sem ég man var að á þeim dögum, um níu leytið á kvöldin þá var maður að stíga úr sturtu, makandi ilmefnum á sig.

Þetta hefur eitthvað aðeins breysts hjá mér.

Núna stíg ég upp úr stólnum í kjallaranum heima og læðist í eitthvað góðmeti úr ísskápnum hjá ömmu, henni til mikillar ánægju (Ath lesist án kaldhæðnar).

Ég held að ég þurfi að fara í upprifjum bráðum.

Annars er bara eitt próf eftir og ein títtnefnd ritgerð, þetta kemur hægt og bítandi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli