þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Helgin sem leið...

Ég hugsa að best sé að stikkorða helgina sem leið, ég er ekki í milu stuði til þess að skrifa mikið.

Föstudagur

* Spennti músaboga
- þruskið var farið að fara í pirrurnar á mér
* Horfði á Star Wars 3 með Binna bróðir
- var alveg hrikalega spenntur allan tímann

Laugardagur

* Kom að vettvangi morðs
- Músin hafði komist í suðusúkkulaðið sem ég egndi fyrir henni. (Set inn myndir seinna af greyinu)
* Las heilmikið í ritum Karli Marxs
- Án þess þó að skilja það
* Skrapp á þorrablót með mömmu, ömmu og Guðmundi
- Þar byrjaði kjaftæðið
* Skrapp á Vélsmiðjuna með mömmu, ömmu og Guðmundi (Binni kom við seinna)
- Þar hófst ölvunin, hjá mömmu, ömmu og Guðmundi (já ömmu líka )
* Var bílstjóri kvöldsins
- Skemmti mér konunglega yfir ölvun hópsins (Binni sofnaði m.a. á leiðinni heim)
* Fór alltof seint að sofa
- Lið komst ekki heim fyrr en um 5 leytið

Sunnudagur

* Fótbolti
- var samt hálf þunnur frá því deginum áður, sennilega af ofneyslu kaffis.
* Kvöldmatur hjá mömmu
- Tveim sjálfboðaliðum var boðið í plokkfisk
* vídeogláp
- Horfði á "Liliya 4-ever". Fór næstum því að grenja í lok myndarinnar.

Svona var nú þessi helgi hjá mér í hnotskurn. Ég var með stafræna myndavél á mér einhvern hluta helgarinnar, þannig að það má búast við einhverjum myndum ef ég verð ekki of latur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli