föstudagur, febrúar 17, 2006

Salatbars *** og 1/2

Það má með sanni segja að ég hafi gert mér glaðan dag í hádeginu í dag. Ég skellti mér á salatbarinn í Háskólanum á Akureyri með pompi og prakt. Ofneysla salats átti sér auðvitað stað því ég skóflaði vel á diskinn hjá mér, því ábótin er víst engin á þessum rómaða bar.

Ég verð nú að segja að ég var meira að segja nokkuð ánægður með diskinn hjá mér. Öll hlutföll tegunda vori í réttu magni og brögðuðust mjög vel, fyrir utan litlu tómatana en það var smá geymslubragð af þeim. Á heildina litið þá var þetta mjög góður salatbar og fær hann 3 og 1/2 af fimm mögulegum.


Keimlíkur var diskur Sigmars og þessum en bragðaðist sennilega betur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli