fimmtudagur, mars 16, 2006

Hlýindi

Í dag var rosalega gott veður og það var gaman. Ég fór ég úlpulaus í skólann og Það var rosa gaman. Í skólanum hitti ég marga krakka og það var líka gaman. Sólin skein inn í skólann og það var gaman en í skólanum var heitt en það var ekki gaman.

Afleiðingar þess að sólin skein inn í skólann voru ekkert rosalega skemmtilegar, þó svo að það hafi litið alveg einstaklega vel út.

Að sitja fyrir framan tölvuskjá og dunda sér á netinu er hálf fúlt þegar maður er allur þvalur út af hita í húsnæði skólans.

Ég hlakka ekki til þegar nær dregur sumri og það tekur að hlýna almennilega. Spurningin er samt sú hvort maður fari þá ekki að mæta léttklæddur í skólann? Ég held að hlýrabolur og stuttbuxur verði "in" í vor hjá háskólanemum á Akureyri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli