mánudagur, mars 13, 2006
Hvar er glófinn minn ?
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá virðist ég alltaf týna vinstri hanskanum af flestum pörum sem ég hef átt í vetur.
Samtals hafa fern hanskapör fyrnast í vetur og þar af eru þrjú sem eru vinstrihanskalaus. Aðeins eitt par hefur horfið alveg sporlaust og gerðist það á fyrsta degi í Noregsfor minni um áramótin.
Ég hef nú brugið á það ráð að sameina hægrihandarhanska í eitt par. Ég sný bara örðum hanskanum upp og treð honum á vinstri hendina. Það virkar ágætlega.
Hefur einhver séð vinstrihandarhanska á vergangi upp á síðkastið ?
Ef einhver spyr um ástæðu misræmis á hönskum hjá mér þá ber ég fyrir mig tísku.
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá virðist ég alltaf týna vinstri hanskanum af flestum pörum sem ég hef átt í vetur.
Samtals hafa fern hanskapör fyrnast í vetur og þar af eru þrjú sem eru vinstrihanskalaus. Aðeins eitt par hefur horfið alveg sporlaust og gerðist það á fyrsta degi í Noregsfor minni um áramótin.
Ég hef nú brugið á það ráð að sameina hægrihandarhanska í eitt par. Ég sný bara örðum hanskanum upp og treð honum á vinstri hendina. Það virkar ágætlega.
Hefur einhver séð vinstrihandarhanska á vergangi upp á síðkastið ?
Ef einhver spyr um ástæðu misræmis á hönskum hjá mér þá ber ég fyrir mig tísku.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli