þriðjudagur, apríl 25, 2006

Eggjahljóð

Mér til mikillar hryllingar áðan, þá heyrði ég í einum forláta þresti syngja hástöfum upp í einu tréi sem var á vegi mínum. Þá uppgvötaði ég það tímabil eggjahljóðs hjá þessum litlu greyum er gengið í garð.

Þannig að ég mun fastlega búast við þessi litlu kvikindi geri sér ferð í garðinn í Brautarhóli og leyfi mér að njóta þessarar undurfagra söngs sem þeir syngja um hánótt eða alltof snemma morguns.

Nágrannar Brautarhóls mega því ekki kippa sér við ef þeir sjá mjög geðstirðan einstakling á brókinni einni saman, kastandi steinum í átt að öspunum í garðinum með viðeigndi blótsyrðum og formælingum.


Þrestirnir munu væntanleg ekki eiga sjö dagana sæla ef þeir byrsta rödd sína á lóðum Brautarhóls. Mjög svo svefnsár maður mun væntanlega eiga í harðri baráttu um völdin á jarðeigninni á með eggjahljóðum stendur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli