laugardagur, apríl 29, 2006
Fermingarveisla og át
Eftir að hafa úðað í mig sætabrauði og smurðu í fermingarveislu hjá frænda mínum, þá verð ég að segja að mér líði ekki allt of vel.
Ekki það að kökurnar hafi verið slæmar heldur var neyslan fullmikil ef svo mætti segja.
Dísætt brauð með þreföldu súkkulaðikremi, tvísykruðum marens og fjórföldum skammti af rjóma varð á vegi mínum, sem ég varð einfaldlega að éta.
Það er náttúrulega skemmst frá því að segja að ég fór auðvitað fleiri en eina ferð og fleiri en tvær að kökuborðinu.
Guði sé lof að ég fari ekki í fleiri veislur því það er ósköp einfalt að ég myndi éta á mig gat og drepast úr offitu fyrir aldur fram. Það mæti líkja mig við hrafna, því þegar þeir komast í æti þá éta þeir þangað til að þeir koma ekki meira niður.
Sú varð raunin hjá mér í dag.
Feitur og sköllóttur. Það er víst framtíð Sigmars ef átveislan heldur áfram.
Eftir að hafa úðað í mig sætabrauði og smurðu í fermingarveislu hjá frænda mínum, þá verð ég að segja að mér líði ekki allt of vel.
Ekki það að kökurnar hafi verið slæmar heldur var neyslan fullmikil ef svo mætti segja.
Dísætt brauð með þreföldu súkkulaðikremi, tvísykruðum marens og fjórföldum skammti af rjóma varð á vegi mínum, sem ég varð einfaldlega að éta.
Það er náttúrulega skemmst frá því að segja að ég fór auðvitað fleiri en eina ferð og fleiri en tvær að kökuborðinu.
Guði sé lof að ég fari ekki í fleiri veislur því það er ósköp einfalt að ég myndi éta á mig gat og drepast úr offitu fyrir aldur fram. Það mæti líkja mig við hrafna, því þegar þeir komast í æti þá éta þeir þangað til að þeir koma ekki meira niður.
Sú varð raunin hjá mér í dag.
Feitur og sköllóttur. Það er víst framtíð Sigmars ef átveislan heldur áfram.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli