föstudagur, desember 29, 2006
Peningaþvottur
Eftir langa leit af veskinu mínu þá hafði ég ákveðið að gefast upp, enda var veskið hvergi inn í íbúð Bóndans og læksins.
Þegar ég var búinn að sætta mig nokkurnveginn við að finna ekki veskið, enda ekki mikið að finna í Star Wars veskinu mínu. Það er meira að segja búið að loka vísa frænda fyrir mér þannig ekki var eftir miklu að slægjast í veskinu bláa.
Skömmu seinna þá tók ég eftir að þvottavélin var búin að þvo skítugar nærbuxurnar mínar og sokka, sem og einar bláar gallabuxur sem fengu að fljóta með.
Og viti menn, um leið og ég opnaði vélina, þá datt Sith og Obi Wan Kenobi peningaveski út úr vélinni, mér til mikillar ánægju.
Þúsund kallinn sem var í veskinu var orðinn tandurhreinn og flottur eftir meðferðina, enda ekki á hverjum degi sem maður stendur í smá peningaþvætti.
Það er ekki á hverjum degi sem peningaþvottur á sér stað á þriðju hæð Drekagils 21.
Eftir langa leit af veskinu mínu þá hafði ég ákveðið að gefast upp, enda var veskið hvergi inn í íbúð Bóndans og læksins.
Þegar ég var búinn að sætta mig nokkurnveginn við að finna ekki veskið, enda ekki mikið að finna í Star Wars veskinu mínu. Það er meira að segja búið að loka vísa frænda fyrir mér þannig ekki var eftir miklu að slægjast í veskinu bláa.
Skömmu seinna þá tók ég eftir að þvottavélin var búin að þvo skítugar nærbuxurnar mínar og sokka, sem og einar bláar gallabuxur sem fengu að fljóta með.
Og viti menn, um leið og ég opnaði vélina, þá datt Sith og Obi Wan Kenobi peningaveski út úr vélinni, mér til mikillar ánægju.
Þúsund kallinn sem var í veskinu var orðinn tandurhreinn og flottur eftir meðferðina, enda ekki á hverjum degi sem maður stendur í smá peningaþvætti.
Það er ekki á hverjum degi sem peningaþvottur á sér stað á þriðju hæð Drekagils 21.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli