laugardagur, desember 30, 2006

Akureyri eða Írak

Svo virðist sem að ástandið hér í bæ um þessar mundir sé mjög svipað og á slóðum stríðshrjáðra svæða annars staðar í heiminum.

Mér er búið að bregða þónokkrum sinnum við sprengingar í námunda við gil Drekans.

Ég held að manni myndi nú ekki mikið bregða þó svo að borgarastyrjöld myndi bresta á hér á Íslandi. Það væri bara eins og að búa við stöðug áramót.


Þó svo að nokkrar sprengingar hafi orðið við blokkina í Drekagili upp á síðkastið, þá hefur að vísu engin náð svipuðum krafti eins og þessi á myndinni. Það er bara að vona að svo verði ekki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli