föstudagur, janúar 19, 2007

Frítt í strætó

Mikið getur maður nú verið glaður á búa hér norðan heiða. Ekki nóg með það að Akureyri skuli vera fallegasti bær Íslands, þá er einnig frítt í strætó í bænum !

Það er skemmst frá því að segja að ég og Eva Lækur erum bæði búin að notfæra okkur það þegar kemur að smá bæjarsnatti.

Ekki er það heldur amalegt nú er hægt að samtvinna helstu kosti hjóls og bifreiðar !

Nú getur maður brunað niður í bæ á Bronco-inum og tekið svo strætó heim ef maður er eitthvað latur, án þess að hafa það á samviskunni að greiða fyrir farið.

Ekki amalegt það !


Nú er frítt í strætó á Akureyri og það er svo sannarlega hamingjufréttir fyrir norðanbúa !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli