föstudagur, janúar 04, 2013

Föstudagur

Nóg að gera í skólanum í dag, var þó frekar lengi í gang. Fundur með leiðbeinandanum sem gekk vel og mér sýnist að ég nái að fá smá stuðning fyrir að fara heim. Leiðbeinandinn tók allavegana vel í það. Við fórum yfir spurningarnar og svo markmiðin með ritgerðinni. Hann varaði mig svo við að ætla mér ekki of mikið. Tíminn flýgur eflaust líka, þannig að maður verður að afmarka sig. Leitaði af heimildum í dag, fór yfir greinar á Marine Policy alveg til 2005. Þarf líka að leita á Web of Science, ICES Journal og svo ætla ég að líta á International Journal of Maritime History. Eflaust af nógu að taka.

Annars er þetta sá þriðji í æfingu fyrir skíðagöngumótin. Fór 40 mín. á gönguskíði á brautinni hér í Håkøybotn. Gekk vel, nýr snjór en ótroðin braut. Ágætt samt að komast aðeins á skíði til að ná tilfinningunni. Það eru bara 43 dagar fram að móti. Hafði samband í dag varðandi skráningu, sér í lagi vegna "lisens" sem maður þarf að hafa. Spurning um að fá sér helårslisens ef maður er að keppa í nokkrum keppnum. En best að stíga sér ekki til höfuðs. Ekki selja skinnið áður en björninn er skotinn.Engin ummæli:

Skrifa ummæli