fimmtudagur, janúar 03, 2013

Þá er það þriðji þetta árið

Í dag fór nokkur tími í að græja mig fyrir heimferðina. Er að fara heim til að afla gagna fyrir lokaverkefnið mitt. Kem til að skrifa um makrílvinnslu á Vopnafirði og einbeiti mér að gera samfélags- og efnahagslega greiningu með áherslu á aðlögunarhæfni.

Dagur tvö í þjálfun fyrir skíðagöngumótin hjá mér. Það fyrsta verður 16. febrúar, ekki nema 44 dagar í það. Þarf eiginlega að koma mér á skíðin. Því miður þá vantar snjó. Það hlýtur að lagast. Get hjólað eða ræktað á meðan.

Hér er svo hlekkur á Tromsö skíðamaraþonið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli