fimmtudagur, janúar 03, 2013

Annar janúar

Byrjaði að æfa fyrir skíðagöngumót. Tók frekar rólega á því, hálftími á skíðavélinni og smá æfingar þar á eftir. Er þungur á mér en vonandi lagast það fyrir miðjan febrúar. Gæti verið sniðugt að excela æfingarnar, ef ég nenni.

Annars er ég bara að undirbúa heimferð vegna meistararitgerðarinnar, búa til spurningalista og hafa samband við fólk osfv. Gengur ágætlega, er bara ekki nægilega vel kominn í gang eftir jólafríið.

Sá svo Taken 2 í gær. Fínasta afþreying og hin sæmilegast spennumynd. Fær 6,5 af tíu, lifir þónokkuð á fyrri myndinni.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli