mánudagur, apríl 21, 2003

Það líður...

Nú eru bara páskarnir að verða búnir, ég get ekki sagt að það sé mikill söknuður í því. Gærdagurinn var til dæmis mjög slappur hjá mér. Ég var varla vakanaður þegar mér var farið að leiðast. Hvernig getur maður þolað svoleiðis daga. Til að sporna við þessum leiðindum þá gerði ég mér ferð niður á Seyðisfjörð og mældi mér mót við Stefán Óðalsbónda. Það var bara mjög fínt. En þegar ég kom aftur heim um kvöldið þá fór mér strax að leiðast aftur, varla kominn inn í hús þegar maður var farinn að dæsa. Ég gerði mér þó dagamun og eldaði mér dýrindis kvöldmat sem samamstóð af lambakótilettum og karftöflum með mexíkóosti. Svona getur maður verið grand á því. Það var þá ekkert annað að gera en að horfa á sjónvarpið, fyrst að allir tölvuleikirnir míni séu orðnir af gamlir fyrir tölvuna mína. Það lá við að maður táraðist yfir Titanic. Svona getur maður verið lítil sál.

En þar sem að ég sé á netinu í vinnuni þá ætla ég að láta þetta blogg vera í boði Flugfélags Íslands. Njóttu dagsins og taktu flugið. Flugfélag Íslands.

...og líður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli