laugardagur, apríl 26, 2003

Pítsu...

Úff... já úfff ! Strengir í bak og fyrir. Ég tók mig til og notaði föstudagskvöldið í knattleik, alveg í tvo og hálfan tíma, við erfiðan andstæðing. Þetta var hatrammleg barátta tveggja stórliða á austurlandi, Þristarins Fc og Hústjórnarskólans. Auðvitað var ekkert nema gæða knattspyrna spiluð og glæsitilþrif litu dagsins ljós í þessum "derby" leik á Hallormsstað. Úrslitin eru ekki alveg ljós en Þristurinn skoraði fleiri mörk en "úrslitamarkið" svokallaða var skorað af húsóstelpunum, sem voru í reynd strákar. En þetta var ágætis forsmekkur á því sem koma skal í sumar.

En nóg um það. Var að snæða pítsu með Dabba og Gazza niðrá flugvelli, áleggstegundirnar voru fjórar, skinka, pepperóní, djúpsteikt beikon og bananar. Semsagt dýrindispítsa á góðum degi, það gerst vart betra en það. Lífið er yndislegt !

...partý.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli