þriðjudagur, september 28, 2004

Tannkrem og þessháttar óþverri.

Hvernig stendur á því að á tannkremstúbum sem maður kaupir út í búð sé alltaf innihaldslýsingin á einhverju óskiljanlegu og óþekktu hrognamáli. Ég á því að þetta sé samsæri FÓTA (Félag óprúttina tannlækna alheimssins)að senda út tannkremstúbur með mismunandi tungumálum um allan heim svo innihaldslýsingin skiljist ekki. Ég þykist nefninlega vita að þessu svokölluðu "tannkrem" séu bara einhverjar sykurlausnir, duldar með miklu piparmyntubragði, unnu úr erfðabreyttum sykri sem sé sérhannaður til eyðingar glerungs í tönnum vesturlandabúa. Hver hefur ekki heyrt predikunarpistilin frá tannlækninum, "mundu svo að vera duglegur að bursta" Svo sér maður eitthvað skítaglott á viðkomandi, og það eina sem vantar er bara "vondu kalla" hláturinn í lokin til að undirstrika illskuna.


Hvernig á nokkur lifandi maður að skilja þetta ?

Hvað getum við gert ? Eru eftir einhverjir heiðarlegir tannlæknar eftir sem eru að berjast gegn FÓTA eða er þetta einhver svarinn eiður um leið og þú hefur nám í tannlækningum að berjast gegn harðasta efni líkamans, glerungnum ?

Hvað er til bragð að taka ? Erum við kannski bara föst í þessum vítahring tannækninga sem hefur heltekið líf almennings um gjörvallan heim ? getum við, almúginn barist gegn þessum "skottu" tannlæknum, eða eigum við bara að sætta okkur við fávisku okkar og láta eins og ekkert sé, láta bara eins og þetta sé hluti af okkar daglega lífi í alheiminum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli