þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Ömurlegt !

Það er hreint út sagt ömurlegt að eldast svona og í því sambandi get ég bent á tvö dæmi sem komu fyrir mig nú fyrir skömmu.

Dæmi 1

Ég var staddur á Reykjavíkurflugvelli og var að versla mér flugsæti til Akureyrar með hoppi. Það var allt saman gott og blessað, nema hvað að konan í afgreiðslunni spurði einnar spurningar sem kom mér úr smá jafnvægi. "Ertu ekki örugglega undir 25 ára ?" Ég auðvitað gapti í svona fimm sekóndur þangað til að ég fattaði að ég þurfti að svara, "nei, ekki enn.." Ég var svo sleginn út af laginu að ég gat einu sinni ekki svarað með skætingi !

Dæmi 2

Mánudagurinn 29 águst 2005. Tuttuguogfjögurára afmælið mitt. Ég fékk engar gjafir, nema fyrir utan blómvönd sem ég fékk frá Elínu Brynjarsdóttur og Jóhönnu Fjólu. Ef það er ekki ömurlegt þá veit ég ekki hvað. Ef þetta er raunveruleikinn við að eldast, þá vil ég það ekki ! Hvar er dótið ? hvar er fjörið ? og fjandinn hirði blómin !

Það á að setja í lög að maður eigi minnsta kosti rétt á einni skemmtilegri gjöf á afmælisdaginn sinn, og blóm eru ekki leyfð fyrr en skemmtilega gjöfin sé kominn á hendurnar á afmælisbarninu, eingöngu til þess að forða frá vonbrigðum með daginn.

Og hana nú !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli