mánudagur, október 10, 2005
Talið að 2,5 milljónir manna séu heimilislausar eftir jarðskjálftann
Svona hljóðar ein fyrirsögnin sem er á mbl.is í dag, í þessari frétt er verið að fjalla um hörmungar jarðskjálftans sem reið yfir í Pakistan, Indland og Afganistan á laugardaginn. Í fréttinni segir að talið er að 38 þúsund manns hafi látist í þessum hörmumgum ! 38 þúsund manns ! 42 þúsund eru slasaðir og tugi þúsinda viðhefst undir berum himni !
Þetta eru alveg hræðilegar náttúruhörmungar, það fer ekki á milli mála.
En samt virðist manni sem svo að þessar hörmungar séu ekki eins merkilegar og þær sem dundu yfir svæðin við Mexíkóflóa nú fyrir skömmu.
Mig minnir að allir fréttamiðlar hafi verið stútfullir af fréttaflutningi frá hamfarasvæðunum í New Orleans í Bandaríkjunum, eins og þetta væri að gerast í fyrsta skipti í heiminum að náttúran hegðaði sér ekki alveg eins og við vildum.
Ég er samt ekkert að draga úr hamförunum sem voru þarna vestra, en langar samt bara að benda á að hamfarirnar eystra, eru sennilega meiri (ef við metum mannslíf meira en peninga) en þær sem voru vestanhafs. En samt virðast þessar nýskeðnu hamfarir vera allt í lagi, ekkert svo merkilegar, bara daglegt brauð.
Það er alveg ótrúlegt að sjá þennan mun. Svo lengi sem við höfum engra hagsmuna að gæta (viðskipti) þá skipta hamfarir einhversstaðar annarstaðar engu máli, eða allavegana minna máli.
En við ættum kannski að pæla aðeins í þessu og spyrja okkur hvort aurinn skiptir meira máli en sálin ?
Ég bíð svo spenntur eftir fregnum þess efnis að íslensk stjórnvöld gefi aur í hjálparstarfsemi þarna eystra, rétt eins og þau gerðu þegar voldugasta þjóð í heimi varð fyrir smá áfalli. Því ég held að við vitum öll hvar peningnum sé betur varið.
Svona hljóðar ein fyrirsögnin sem er á mbl.is í dag, í þessari frétt er verið að fjalla um hörmungar jarðskjálftans sem reið yfir í Pakistan, Indland og Afganistan á laugardaginn. Í fréttinni segir að talið er að 38 þúsund manns hafi látist í þessum hörmumgum ! 38 þúsund manns ! 42 þúsund eru slasaðir og tugi þúsinda viðhefst undir berum himni !
Þetta eru alveg hræðilegar náttúruhörmungar, það fer ekki á milli mála.
En samt virðist manni sem svo að þessar hörmungar séu ekki eins merkilegar og þær sem dundu yfir svæðin við Mexíkóflóa nú fyrir skömmu.
Mig minnir að allir fréttamiðlar hafi verið stútfullir af fréttaflutningi frá hamfarasvæðunum í New Orleans í Bandaríkjunum, eins og þetta væri að gerast í fyrsta skipti í heiminum að náttúran hegðaði sér ekki alveg eins og við vildum.
Ég er samt ekkert að draga úr hamförunum sem voru þarna vestra, en langar samt bara að benda á að hamfarirnar eystra, eru sennilega meiri (ef við metum mannslíf meira en peninga) en þær sem voru vestanhafs. En samt virðast þessar nýskeðnu hamfarir vera allt í lagi, ekkert svo merkilegar, bara daglegt brauð.
Það er alveg ótrúlegt að sjá þennan mun. Svo lengi sem við höfum engra hagsmuna að gæta (viðskipti) þá skipta hamfarir einhversstaðar annarstaðar engu máli, eða allavegana minna máli.
En við ættum kannski að pæla aðeins í þessu og spyrja okkur hvort aurinn skiptir meira máli en sálin ?
Ég bíð svo spenntur eftir fregnum þess efnis að íslensk stjórnvöld gefi aur í hjálparstarfsemi þarna eystra, rétt eins og þau gerðu þegar voldugasta þjóð í heimi varð fyrir smá áfalli. Því ég held að við vitum öll hvar peningnum sé betur varið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli