miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Alsæla !

Í gær dó ég næstum því úr alsælu þegar ég kom heim eftir erfiða fótboltaæfingu í Boganum. Það fyrsta sem ég gerði var að læðast inn í ísskápinn heima og opna ís-ískaldan bjór, hella honum í glas og drekka ölið í löngum og góðum sopa.

Eftir fyrsta sopann heyrðist svo eitt gott "Ahh" og það lá við að ég myndi deyja, þetta var svo gott.

Verst að þetta var eini bjórinn sem var eftir í ísskápnum, svo ég get ekki endurtekið leikinni í kvöld, en minningin lifir áfram.


Ölið var sopið þegar í glasið var komið !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli