mánudagur, október 31, 2005

Hvað gerði ég ekki !

Helgin sem leið var ansi viðburðarík og það tæki aldur og ævi að taka fram það sem ég gerði. Því hef ég ákveðið að benda á nokkra punkta sem ég gerði ekki um helgina, til þess að setja mynd á helgina. Þið, lesendur góðir, getið fyllt upp í eyðurnar.

Það sem ég gerði ekki var m.a.

* Vaknaði snemma á laugardaginn
* Fór snemma að sofa á föstudaginn
* Fór út að hlaupa
* Lærði eins og hestur
* Sat heima á laugardagskvöldi
* Neyta áfengra drykkja á föstudagskvöldi
* Neyta áfengra drykkja á laugardagskvöldi
* Leiðast
* Vera á Internetinu

Þetta er það helsta sem ég gerði ekki um helgina. Það verður samt að vera leyndarmál hvað það var síðan sem ég gerði, því það er hætt við að lesendum standi ekki á sama ef ég upplýsi það...

Og hana nú !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli