föstudagur, nóvember 04, 2005

DVD

Í gær horfði hún amma mín á DVD. Hún var voðalega ánægð með það, enda skemmtilegt efni sem var á dagskrá, en ég hafði fengið lánaðan DVD disk frá bróður mínum um Vestmannaeyjargosið 1972.



Amma spurði svo hvað DVD væri nú eiginlega og ég sagði henni að það væri ensk skammstöfun á Digital Video Disc. Hún var ekki lengi að tengja og sagði "já, ég hef nú heyrt um þetta digital áður".

Nú er bara að bíða eftir að amma verði forfallinn DVD sjúklingur sem kaupir allar helstu gamanþátta seríur sem í boði eru, eins og t.d. Friends, Simpsons og allt þar á milli.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli