þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Gott hrós !

Í sögutíma um daginn (afbygging 20. aldar) hrósaði kennarinn mér fyrir yfirvaraskeggið sem ég er búinn að vera að rækta í þónokkurn tíma.

Ég tek þessu sem miklu hrósi, enda var fyrrgreindur kennari búinn að lýsa yfir aðdáðun sinni á yfirvaraskeggjum í einum fyrirlestri fyrr á þessari önn. Það var greinilegt að hann talaði af mikilli innlifun, enda lét hann það uppi að yfirvaraskeggið var eitt af því sem hann þurfti að fórna fyrir hjónabandið sitt.

Það er alltaf gaman þegar einhver reynslunni ríkari tjáir manni aðdáðun sína, enda er ekki á hverju degi sem maður heyrir "I admire your moustache"

Engin ummæli:

Skrifa ummæli