miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Steinn ? nei, steinar !

Var að borða mandarínu rétt í þessu, sem er náttúrulega ekki frásögum færandi nema hvað að í henni voru, hvorki fleiri nér færri, en 25 steinar !

Ég hef aldrei borðað mandarínu áður sem hefur haft svo marga steina, þetta hlýtur bara að vera einhverskonar náttúruundur.

Heimurinn getur samt verið feginn að það var ég sem fékk þessa mandarínu, en ekki eitthvert dýr út í náttúrunni sem hefði gætt sér á henni, því þá hefðum við fengið 25 ný mandarínutré sem hvert og eitt myndi bera fjöldan allan af mandarínum með 25 steina hver og þannig koll af kolli. Áður en við myndum vita af, þá myndi heimurinn vera að kafna úr mandarínum.


Ég segi nú bara "hjúkket" !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli