laugardagur, desember 03, 2005

Eldskírn

Í dag hlaut ég eldskírnina mína í vinnuni. Ég var skilinn einn eftir á sambýlinu og var vinsamlegast beðinn að fara með einn vistmann á salernið þegar ég væri búinn að þrífa. Það er náttúrulega frásögum færandi, því ég hafði aldrei gert það einn áður.

Ég er samt sem áður mjög feginn að hafa verið einn að þessu, því ég get rétt ímyndað mér viðbrögð samstarfsfólks míns ef þau hefðu nú horft upp þetta.

Það verður samt að játast að þetta var asskoti fyndið ef maður spáir í þessu...

Hvað er fyndnara en að heyra í fullorðnum manni (N.B. ekki andlega) kúgast eins og djöfullinn reynandi að verka með tárin í augunum, eldrauðum í framan andandi bara með munninum.

Það var mikið dæst að verki loknu en ég gat nú ekki annað gert en glottað örlítið þegar ég gekk út af salerninu.

Þetta er samt eitt það erfiðasta sem ég hef tekist á við um ævina, og þetta var bara fyrsta skipti !

Svona rétt í lokin, þá langar mig að þakka fíflinu honum Einari Bárða að endurútgefa lagið "hjálpum þeim". Það er búið að vera fast í kollinum á mér í þrjá daga !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli