fimmtudagur, desember 01, 2005

Þreyta

Í morgun var ég pínulítið þreyttur, enda vakti ég fram á nótt við að læra leika og lita.

Dagurinn hófst sumsé með smá "snooze" sambandi við símann minn. Í raun þá tók ég varla eftit "snoozinu" hjá mér því það var svo margt að gerast í kollinum á mér á því augnabliki.

Ég var staddur í einhverju fasistaríki sem var að bæla niður Kommúnisma. Áður en ég vissi af þá var eitthvert stríð búið og efnahagur heimsins var í rúst, þá komu fasistar og byrjuðu á einhverju öðru stríði sem leiddi til stofnun tveggja heimsvelda.

Svo komu einhverjar fræðilegar kenningar frá hinum og þessum köllum,eins og Nietzsche, Kant, Smith og fleirum inn á milli drauma.

Ég er bara ekki frá því að efnið sem ég var að lesa hafi eitthvað síast inn í hausinn á mér.

Allavega var ég svo útundan við mig við alla þessa sögu að ég mætti á vitlausan stað, fór upp í Sólborg í stað Oddfellowshúss.

En betra er seint en aldrei.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli