mánudagur, janúar 09, 2006

Alvara lífsins tekur við

Þá er maður formlega byrjaður í skólanum aftur eftir smá hlé. Það er samt alveg ótrúlegt hvað það er erfitt að mæta aftur, viljinn til þess að liggja og kúra aðeins lengur en maður má er alveg ótrúlegur.

En sem betur fer þá tókst manni ekki að sannfæra sjálfan sig um ágæti þess að sofa aðeins lengur, heldur þá reif maður sig upp og mætti í skólann, hýr á brá í svaka stuði !


Stemmingin fyrir utan Háskólann á Akureyri var eitthvað á þessa leið í morgun, enda voru allir svaka glaðir við að mæta aftur í skólann.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli