þriðjudagur, janúar 10, 2006

Hot or not, flugvellir og nornir

Það er einstaklega skemmtilegt þegar maður er að verða veikur, þegar manni er ískalt jafnvel þó manni sé sjóðandi heitt.

Þannig leið mér í gærkvöldi og svo um nóttina sem leið.

Það var samt bara mjög gaman, mig dreymdi endalaust um einhverja flugvelli og svo nornina Granny Weatherwax úr bókinnu "Equal rites" eftir Terry Pratchet, frekar súr draumur en áhugaverður engu að síður.


Granny Weatherwax stóð svo aldeilis fyrir sínu í draumnum í gær, enda hafa nornir haft gott orð á sér fyrir að krydda upp drauma sem þær taka þátt í, jafnvel þó svo að flugvellir eigi í hlut.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli