mánudagur, febrúar 20, 2006

Dans Sigmar !

Þá er það komið á hreint, ég, Sigmar Bóndi Arnarsson er með tvo vinstri fætur.

Eftir eins og hálfs tíma langa dans stund upp í Háskóla þá var komist að þessari stórmerkilegu niðurstöðu.

Engu að síður þá skemmti ég mér konunglega enda hef ég alltaf haft lúmskt gaman af dansi en því miður ekki ræktað áhuga minn nægilega mikið. Aðal vandamálið varðandi dansinn var að gera eitthvað tvennt í einu. Ég er ekki alveg að ná að hugsa og hreyfa leggina rétt um leið.

Ég er bara hissa að ég hafi ekki bara hnigið niður við þessa áreynslu á huga og líkama.

En maður má ekki láta deigan síga, heldur mæta í næsta tíma þrátt fyrir harðvítugleg mótmæli meðdansara og sýna þeim hvað býr í drengnum !

Vínarpolka, vals og ræl !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli