föstudagur, febrúar 24, 2006

Til Hamingju Eva (og Ísland)

Í dag er ungfrú (tilvonandi frú) Eva Beekman tuttugu og tveggja ára gömul !

Vil ég nota tækifærið og óska þessari elsku til hamingju með afmælið en hún er einmitt núna stödd í Tælandi að gera einhvern fjandan af sér, eitthvað sem engum sögum fer af... sem er kannski best.

Þeim sem langar að senda Evu hamingjuóskir er bent á heimsreisuheimasíðu Heru, Evu og Rögnu, www.blog.central.is/heimsreisan


Eva er væntanlega glöð yfir þessum stórviðburði og hyggst væntanlega halda upp hann að tælensk/íslenskum sið. Nú er bara að senda hlýja strauma til hennar jafnvel þó svo að það sé um 30 stiga hiti í Tælandi í augnablikinu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli