mánudagur, febrúar 20, 2006
Áfram Þristur !
Ég var að falla í mínu fyrsta prófi í Háskólanum á Akureyri í lífi mínu. Ég var í tölvuprófi í stærðfræði þar sem einungis 19% í áfanganum náðu. Ég var því miður ekki þar. Mér til mikillar gleði þá tók ég eftir því að ástæðan fyrir því að ég féll var einungis klaufalegs eðlis, því ég hafði gert eina pínu ponsu villu í byrjun sem hafði áhrif á allt prófið.
Ég endaði því með forlátan þrist í einkunn og ætla því að fagna því með neyslu eins slíks núna á eftir !
Svo er maður ekki í vafa um það að Ungmennafélagið mitt verði ánægt með mig, því ekkert er betra en að standa undir nafni.
Ég var að falla í mínu fyrsta prófi í Háskólanum á Akureyri í lífi mínu. Ég var í tölvuprófi í stærðfræði þar sem einungis 19% í áfanganum náðu. Ég var því miður ekki þar. Mér til mikillar gleði þá tók ég eftir því að ástæðan fyrir því að ég féll var einungis klaufalegs eðlis, því ég hafði gert eina pínu ponsu villu í byrjun sem hafði áhrif á allt prófið.
Ég endaði því með forlátan þrist í einkunn og ætla því að fagna því með neyslu eins slíks núna á eftir !
Svo er maður ekki í vafa um það að Ungmennafélagið mitt verði ánægt með mig, því ekkert er betra en að standa undir nafni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli