miðvikudagur, janúar 10, 2007

Aldrei fór ég suður...

Humgyndin hjá okkur skötuhjúunum er víst að fara suður um helgina og heimsækja nýjasta meðlim fjölskyldunnar hennar Evu læks. Það er svo sem allt gott og blessað nema hvað ég er hræddur um að það muni lengjast eitthvað úr ferðinni.

Satt best að segja þá hef ég ekki hugmynd hvað maður á að gera fyrir sunnan nema auðvitað að hitta Helenu litlu Beekman Sigmarsdóttur og svo auðvitað að eyða peningum.

Allavegana þá er búið að panta flugfar heim en ekki farið suður. Satt best að segja þá þótti mér betra að gera það. Það er alltaf ákveðinn léttir að vita það að maður komist aftur heim í fjörðinn fagra.


Sigmar og Eva eiga bókað far frá borg óttans en það er óljóst hvernig þau munu fara þangað.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli