laugardagur, janúar 13, 2007

Laugardagar

Það er alveg merkilegt hvað það getur verið erfitt að læra á Laugardögum. Allt annað virðist vera skemmtilegra en verkefnavinna á þessum dögum, meira að segja leikir á www.leikjanet.is sem eru að öllu jafna alveg hundleiðinlegir virðast vera frekar spennó.

Það er samt spurning hvort þetta eigi við alla daga en þetta er sérstaklega áberandi á laugardögum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli