föstudagur, janúar 12, 2007

Kominn í óttann

Eftir mikið stapp og streð þá komumst við Eva lækur loksins suður. Nú er bara spurning hvað maður á að gera. Þar sem ég er auralaus þá hafa möguleikar til aðgerða minkað mikið. En það má samt alltaf bralla eitthvað skemmtilegt sem kostar lítið eða ekki neitt. Eins og til dæmis að:

* Fara í heimsókn til vina og ættingja og heimta kaffi. Það er ódýrara og skemmtilegra en kaffihús

* Fara niður á Hlemm og skoða rónana. Bara svona til að minna mann á hversu gott það er fyrir norðan.

* Fara á rúntinn í strætó. Hentar vel eftir skoðunarferðina á Hlemmi.

* Horfa á sjónvarpið. Það er alltaf gaman að bera saman sjónvarpsefnið fyrir sunnan og fyrir norðan, sérstaklega Rúv, Skjá einn og Sirkus.

* Rölta laugaveginn og virða fyrir sér liðinu sem gengur þar um og hugsa um að maður sjálfur sé eina eðlilega manneskjan þar á ferð.

* Skoða búðarglugga á Laugaveginum og velta fyrir sér hvað það fæst mikið drasl þar sem maður þarfnast alls ekki en langar samt í. Gott að gera það samhliða liðnum hér fyrir ofan.

* Fara að læra. Sérstaklega vegna þess að maður tók skólabækurnar með sér suður.



Sigmar og Eva láta vel um sig fara á Grettisgötunni í Reykjavík. Nú er bara spurning hvað skal hafa fyrir stafni á meðan sunnan ferðinni stendur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli