laugardagur, febrúar 10, 2007

Súlur

Í gær þá gerði ég mér lítið fyrir og tók smá rölt upp á einkennisfjall Akureyrar, nánar tiltekið Súlur. Súlur eru 21. hæsti tindur Íslands eða 1213 metrar yfir sjávarmáli. Röltið upp tók rúma tvo tíma en ferðin niður tók skemmri tíma en það var vegna góðra rennslu skilyrða.

Leiðin upp var frekar strembinn og ég væri að ljúga ef ég segðist ekki vera með neina strengi í dag. Sömuleiðis þá var frekar hált á sumum stöðum vegna gríðarlegs harðfenis. En einn leiðangursmanna var með glæsta mannbrodda og gátum við hinir því stuðst við hann.

En þegar upp var komið þá var ferðin alveg hennar virði. Það var nánast logn á toppnum og sól og bíða. Alveg djöfulli magnað, ef svo má að orði komast.

Á leiðinni niður þá lentum við þó í smá sjálfheldu. Við renndum okkur niður af toppnum á rassinum, á gríðarlegum miklum hraða á annan stað en við fórum upp. Það var svo vandasamt að komast frá þeim stað vegna gríðarlegs harðfenis og hálku, eins og áður segir. En allt gekk vel að lokum og komunst við allir heim á ný, dauðþreyttir en montnir af þessari frægðar för.

Nú er bara að redda sér mannbroddum og kíkja aftur næstu helgi !


Hér sést Sigmar á Toppi ytri Súlna, hrikalega þreyttur en gríðarlega ánægður og montinn með árangurinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli