mánudagur, febrúar 05, 2007

Ísfiskiveiðar, þorrablót og vísindferð

Það hefur nú margt á daga mína drifið síðasta hálfa mánuðinn eða svo.

Þarsíðustu helgi var fórum við Eva lækur austur á land, þá nánar tiltekið til Egilsstaða, Breiðdalsvík og svo Seyðisfjörð. Að vísu þá steig Eva ekki fæti niður á Seyðisfjörð og ég staldraði ekki lengi við á Egilsstöðum.

Ferðin byrjaði samt sem áður í Breiðdalnum, þar sem við stöldruðum við í tvær nætur í góðu yfirlæti, við lestur góðra bóka og ísfiskveiðar. Það fer samt ekki mörgum sögum af veiðinni en útiveran var samt skemmtileg.


Hér sést tíkin Pheobe að trufla Sigmar við ísborun. Ef til vill er tíkin að benda Sigmari á að enga bröndu sé þarna að fá, ef svo er, þá hafði hún rétt fyrir sér.

Þarnæst lá leið mín niður í Seyðisfjörð á þorrablót. Skemmtiatriðin á blótinu voru góð og ég er alveg handviss að ég hafi skemmt mér alveg konunglega yfir ballinu, þó svo að minningin sé eitthvað gloppótt.


Sigmar og Stefán á góðri stundu um mitt blótið.

Síðastliðna helgi var svo farið suður í vísindaferð með Háskólanum á Akureyri. Sú ferð er einnig í góðum minnum... Allavegana þá flaut gullinn mjöður öll kvöld ferðarinnar. Orkuveita Reykjavíkur og Vífilfell eiga þar smá hlut að máli.

Ég verð samt að segja að lifrin hafi ekki alveg náð að höndla allt þetta sukk og svínerí, allavegana þá er heilsan enn eitthvað slöpp enn þann dag í dag, mánudag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli