þriðjudagur, apríl 22, 2003

Allt að...

Jæja nú er búinn á því. Ég er búinn að vera að síðan klukkan 07:00 í morgun og ég er orðinn pínu þreyttur. Það er ekki nóg með það heldur hef ég verið á tveim vígstöðum í dag. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá byrjaði ég í útvarpinu í morgun kl 07:30. Þar á eftir fór ég á flugvöllinn en hoppaði í matartímanum til að taka upp Auðlindina, fréttaþátt um sjávarútvegsmál. Þá eru bara komin tvö útköll á einum degi, það gera sex tíma. En það er ekki nóg, heldur var ég kallaður út í þriðja skiptið og látinn græja tólin fyrir viðtal við Steingrím J Sigfússon sem sat fyrir svörum hlustenda rásar 2. Þrjú útköll á einum degi, það eru bara níu tímar og svo bætast ofan á það ellefu tímar sem ég vann á flugvellinum. Það gera bara tuttugu tímar á einum sólarhring, það telst nú bara ágætisnýting, það held ég nú.

Ekki nóg um það að mikið var að gera í vinnuni í dag, heldur var Steingrímur J Sigfússon undir smásjánni hjá Jóni Ársæli, umsjónarmanns sjónvarpsþáttarins Sjálfstætt fólk. Þannig að ég var í myndvélinni þegar Steingrímur sjálfur sat undir svörum hjá hlustendum rásar tvö, ekki nóg með það heldur var ég sérstaklega beðinn um að koma inn í stúdíó og láta mynda mig ! Ætli Jón og tökumaðurinn hafi hlustað á Samfés þáttinn minn ?

...gerast.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli