föstudagur, apríl 25, 2003

í dag er...

Þá er maður loksins búinn að ranka við sér. Ég hef verið í hálfgerðu dái síðustu tvo daga. Sumardagurinn fyrsti var þó með eindæmum ágætum enda var um góðan þynnkudag að ræða. En að vísu fór að halla undir fæti þegar þynnkan tók að hellast yfir mann. Svona um fjögurleytið, þegar ég var búinn að spila þrjá körfuboltaleiki fyrir framsóknarflokkinn, fór allt að fara út úr böndunum. Ég og Hafliði Bjarki keyptum hamborgarafjölskyldutilboð í söluskálanum og tókum þá afdrifaríku ákvörðun að éta tvo borgara á mann, plús franskar og láta okkur líða vel, þunnum og söddum. En auðvitað virkaði það ekki sem skyldi, heldur fór okkur að líða illa í magunum. Þannig að þessi slæma ákvörðun átti eftir að fylgja okkur allan daginn, því auðvitað var hamborgarinn að trufla okkur, eða allavega mig allan daginn. En helíum frá sjálfstæðisflokknum lífgaði ágætlega upp á daginn, sem og þrjár góðar ræmur og góður félagsskapur Inga Vals og Skúla Skatts.

..gott veður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli