miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Mjög svo athyglisverð lesning

Hér á þessari síðu má finna stutt yfirlit yfir hernaðarleg afskipti Bandaríkjastjórnar frá 1945 til dagsins í dag.

Auðvitað ber að taka upplýsingunum varlega, en samt sem áður þá er þetta athyglisverð lesning.

Það má svo sem geta að Bandaríkjastjórn hefur haft hernaðarleg afskipti í yfir 200 skipti síðan frá því eftir seinni heimstyrjöld, flest til þess að bæla niður hugsanlega og væntanlega "rússagrýlu" í hinum ýmsu þjóðum, stórum sem smáum. Helst má kannski nefna þegar Bandaríkin gerðu innrás í Grenada árið 1983, þjóð sem hafði þá um 110.000 íbúa.

Það var bara eins gott að þeir gerðu eitthvað þá áður en Grenada færi upp í 150.000 íbúa og yrði gjörsamlega stjórnlaus á alþjóðavelli með blússandi kommúnisma og égveitekkihvað !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli