fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Skólagangan loksins að fara að borga sig !

Þá er maður að fara að skella sér á vinnumarkaðinn hérna heima eftir rúmlega tíu mánaða hvíld, en ég var að fá vinnu á sambýli fyrir fatlaða hér í bæ og þá er ég ekki að meina heima hjá mömmu eða öðrum ættmennum.

Auðvitað var ég nú glaður að getað nælt mér í smá vinnu með skólanum enda er svo lítið að gera í honum flest alla dagana, þó sérstaklega svona rétt fyrir jólafrí.

Gleðin jókst um tæp 70% þegar ég fékk skilaboð frá bókhaldinu að ég ætti að koma með stúdentskírteinið mitt niðrá skrifstofu, því að vera með stúdentsskírteini er metið í launum !

Ég varð eins og api því ég var í svo góðu skapi við að fá þessar fréttir !

Nú er bara að bíða spenntur eftir BA gráðunni svo ég fái frekari launahækkanir !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli